Tveir látnir eftir þyrluslys í Bretlandi

Tveir létust þegar þyrla hrapaði í Bretlandi í dag. Mynd …
Tveir létust þegar þyrla hrapaði í Bretlandi í dag. Mynd úr safni. Ljósmynd/Twitter

Tveir létust í þyrluslysi í Norður-Yorkshire í Bretlandi í dag. Þyrlan hrapaði á akri við Bentham Road nálægt burton í Lonsdale rétt fyrir hádegi, að sögn lögreglu á svæðinu. The Guardian greinir frá. 

Að sögn heimamanna á vettvangi kviknaði í þyrlunni og voru flugmaður og að minnsta kosti einn farþegi um borð. Töldu heimamenn einnig að lögregla og slökkviliðsmenn væru að leita að einstaklingi sem gæti hafa „farið út” áður en þyrlan hrapaði. 

„Það leit vissulega út fyrir að þeir væru að leita að einhverjum. Við sáum slökkviliðið leita á túnum,” sagði hinn 35 ára gamli Ben Slinger, en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um slysið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka