Hyggjast setja verðþak á olíu Rússa

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkin eiga í viðræðum við bandamenn um að takmarka olíutekjur Rússlands enn frekar með því að setja þak á verðið sem þeir fá fyrir hráolíu sína. Þetta staðfesti Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna í heimsókn til Kanada í dag.

Við erum að tala um verðþak eða verðundanþágu sem myndi auka og styrkja nýlegar og fyrirhugaðar orkutakmarkanir sem myndi lækka verð á rússneskri olíu og lækka tekjur Pútíns á meðan öðru olíuframboði er hleypt á markaðinn. 

Sagði hún að verðþakið kæmi í veg fyrir slæm áhrif á lágtekju- og þróunarlönd sem glíma við hátt matvæla- og orkuverð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert