Forsætisráðherra Frakklands Elisabeth Borne bauð Emmanuel Macron forseta Frakklands að hún myndi segja af sér eftir að meirihluti Ensemble, þriggja flokka mið-hægribandalag Macron, féll í þingkosningum í Frakklandi á sunnudaginn.
Macron afþakkaði þetta boð Borne og mun hún því áfram gegna embætti forsætisráðherra. Macron leitar nú allra lausna til að mynda nýjan meirihluta með því að semja við aðra hægriflokka að sögn talsmanns forsetans.
Flokkur Macrons, Ensemble, fékk mest fylgi í kosningunum en hann vantar samt sem áður tugi þingsæta til þess að halda meirihluta á þingi. Þann meirihluta hefur flokkurinn átt síðustu fimm ár.