Skutu upp sinni fyrstu geimflaug

Geimflaug Suður-Kóreu er fyrsta geimflaug framleidd í landinu til að …
Geimflaug Suður-Kóreu er fyrsta geimflaug framleidd í landinu til að komast út í geim. AFP

Suður-Kórea sendi sína fyrstu geimflaug upp í geiminn í dag. Þetta er önnur tilraun landsins til að senda geimflaug sem er þróuð í landinu út í geim en sú fyrsta mistókst í október.

Geimflaugin er hönnuð til að koma gervihnetti í sporbaug um jörðina. Hún heitir Nuri og var skotið frá Goheung héraði í Suður-Kóreu klukkan sjö í morgun. Allt fór eftir plani að sögn nýsköpunarráðherra Suður-Kóreu, Oh Tae-seok.

Fólk í Suður-Kóreu fylgist agndofa með skoti geimflaugarinnar í sjónvarpinu.
Fólk í Suður-Kóreu fylgist agndofa með skoti geimflaugarinnar í sjónvarpinu. AFP

Fréttastofur þar í landi greina frá því að allt hafi gengið eins og í sögu og að gervihnötturinn sé nú á sporbaug um jörðina. Geimflaugin Nuri var um áratug í þróun og kostaði um tvo milljarða suðurkóreskra wona en það nemur um 200 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka