280 látnir eftir jarðskjálfta

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum …
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Að minnsta kosti 280 eru látnir eftir jarðskjálfta í Paktika-héraði í Afganistan. Samkvæmt yfirvöldum á svæðinu er líklegt að tala látinna muni hækka en fleiri en 600 meiddust í skjálftanum. 

Hann var að stærð 6,1 og mældist á 51 kílómetra dýpi en hann varð í um 44 kílómetra fjarlægð frá borginni Khost í suðausturhluta landsins. 

Skjálftinn fannst mjög víða og jafnvel í öðrum löndum, þ.e. Pakistan og Indlandi, að sögn evrópsku jarðskjálftastofnunarinnar. 

Frétt BBC

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um tölu látina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka