Fólk yfir fimmtugt fær fjórða skammtinn

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Ríkisstjórn Danmerkur tilkynnti í dag að landið myndi byrja að bjóða upp á fjórða skammtinn af bóluefni gefni kórónuveirunni fyrir áhættuhópa í næstu viku. Öllum yfir fimmtugt býðst síðan fjórði skammturinn í haust.

„Yfirvöld telja að nýja afbrigðið sé meira smitandi en það fyrra og þess vegna erum við að bregðast við núna… til að vernda þá þá viðkvæmustu og aldraða,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, við blaðamenn.

59% þeirra sem greinast nú í Danmörku eru með BA.5 undirafbrigði Ómíkron. Frá upphafi faraldurs hafa 3,1 milljón manns greinst með veiruna í landinu.

Býðst skammturinn í október

Danir gerðu hlé á bólusetningarherferð sinni í lok apríl en ætla nú að setja kraft í hana á ný eftir sumarið. Fjórði skammturinn verður boðinn öllum sem eru eldri en fimmtíu ára frá og með 1. október.

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. AFP

Öllum takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í Danmörku í febrúar og er ekki ætlunin að taka þær aftur upp. Søren Brostrøm, yf­ir­maður dönsku heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri samfélag án takmarkana og þess vegna þyrfti að koma í veikindi fremur en útbreiðslu sýkingarinnar.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er með opið hús í þessari og næstu viku í Mjóddinni fyrir bólusetningu með fjórða skammtinum sem er einkum ætlaður þeim sem eru 80 ára eldri og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert