Bandaríkjamenn mega bera vopn í almannarými

Faðir aðstoðar son sinn við að halda á skotvopni í …
Faðir aðstoðar son sinn við að halda á skotvopni í verslun í Houston í Texas. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að það sé grundvallarréttur Bandaríkjamanna að ganga með skotvopn í almannarými. Dómurinn þykir marka tímamót og er sagður koma í veg fyrir tilraunir ákveðinna ríkja til að draga úr byssunotkum almennings. 

Sex dómarar við hæstarétt af níu komust að þessari niðurstöðu á meðan þrír þeirra voru á öndverðu máli. 

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. AFP
Forsvarsmenn NRA, sem eru samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, hafa tekið …
Forsvarsmenn NRA, sem eru samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, hafa tekið niðurstöðunni fagnandi. AFP

Dómurinn fellur á sama tíma og þjóðin hefur tekist á við ofbeldismálum sem hefur farið fjölgandi þar sem skotvopnum er beitt. Þá hefur niðurstaða hæstaréttar ógilt lög sem voru sett í New York-ríki þar sem þess er krafist að einstaklingar, sem vilji öðlast byssuleyfi, verði að færa sönnur á það að það sé gert á grundvelli sjálfsvarnar. 

Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas segir að annar og fjórtándi viðauki bandarísku stjórnarskráarinnar verndi rétt landsmanna að bera skotvopn utan heimilis, þ.e. til að verja sig og sína. 

Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fagna niðurstöðunni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, segir að þetta sé sorgardagur. 

Kathy Hochul.
Kathy Hochul. AFP

„Skelfing, hrein skelfing, að þeir hafi hrifsað af okkur þann rétt að vilja halda uppi skynsamlegum takmörkunum,“ sagði hún við fréttamenn. 

„Það má takmarka tjáningarfrelsið - þú mátt ekki hrópa eldur í þétt setnu leikhúsi, en með einhverjum hætti eru engar takmarkanir varðandi annan viðaukann,“ bætti hún við, en hún vísaði til annars viðauka stjórnarskrárinnar þar sem fjallað er um rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn. 

„Mér þykir það virkilega leitt að þessi sorgardagur hafi runnið upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka