Leiðtogar G7-ríkjanna hafi örlítinn glugga

Hin 12 mánaða gamla Haoua á barnaspítalanum í Bol í …
Hin 12 mánaða gamla Haoua á barnaspítalanum í Bol í Tjad ásamt móður sinni Fatime Abakar. Haoua vegur 4,8 kíló og er vannærð en fær meðhöndlun með næringarfæði. Ljósmynd/ Unicef

„Leiðtog­ar heims­ins sem koma nú sam­an í Þýskalandi fyr­ir fund G7-ríkj­anna hafa ör­lít­inn glugga með tæki­færi til að grípa til aðgerða og bjarga lífi barna. Það má eng­an tíma missa. Að bíða eft­ir því að hung­urs­neyð sé lýst yfir, þýðir að það sé verið að bíða eft­ir því að börn deyi,“ seg­ir Cat­her­ine Rus­sel, fram­kvæmda­stjóri UNICEF, barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna.

Nær átta millj­ón­ir barna und­ir fimm ára aldri, í þeim fimmtán ríkj­um sem verst hafa orðið úti í hung­urs­neyðinni sem nú geis­ar, eru í lífs­hættu vegna al­var­legr­ar vannær­ing­ar. Þau þurfa taf­ar­lausa nær­ing­araðstoð því tal­an hækk­ar með hverri mín­út­unni, að sögn UNICEF, sem sendi í dag frá sér neyðar­ákall til þjóðarleiðtoga í aðdrag­anda fund­ar G7-ríkj­anna svo­kölluðu.

Bjarga ekki svelt­andi börn­um með hveiti­pok­um

Frá árs­byrj­un hef­ur neyðarástand í mat­væla­ör­yggi í heim­in­um gert það að verk­um að 260 þúsund börn til viðbót­ar, eða eitt á hverri mín­útu, glíma við rýrn­un, hæsta stig vannær­ing­ar, í þeim fimmtán ríkj­um sem verst eru sett. Þar á meðal eru lönd Afr­íku­horns­ins svo­kallaða og Mið-Sa­hel. Þessi aukn­ing er ofan á fyrri viðvar­an­ir UNICEF í síðasta mánuði um ástand vannær­ing­ar hjá börn­um.

„Við sjá­um nú að það er farið að kvikna í þess­ari púðurtunnu sem al­var­leg vannær­ing barna er á þess­um svæðum og við vöruðum við,“ seg­ir Rus­sell. „Mat­vælaaðstoð er nauðsyn­leg, en við get­um ekki bjargað svelt­andi börn­um með hveiti­pok­um. Við þurf­um að ná til þess­ara barna með nær­ing­ar­fæði áður en það verður um sein­an.“

40 millj­ón­ir barna aðeins að fá lág­marks­nær­ingu

Sí­hækk­andi mat­væla­verð, sem meðal ann­ars má rekja til stríðsins í Úkraínu, viðvar­andi þurrka vegna ham­fara­hlýn­un­ar, efna­hagsþreng­inga og annarra af­leiðinga heims­far­ald­urs Covid-19 ýta sí­fellt und­ir neyð barna und­ir fimm ára aldri.

UNICEF er því að setja stór­auk­inn kraft í mannúðaraðstoð sína í þess­um fimmtán ríkj­um þar sem hung­ur ógn­ar nú lífi barna mest. Þetta eru Af­gan­ist­an, Búrkína Fasó, Tjad, Lýðstjórn­ar­lýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí, Ken­ía, Madaga­sk­ar, Malí, Níg­er, Níg­er­ía, Sómal­ía, Suður-Súd­an, Súd­an og Jemen.

Inn­an þess­ara fimmtán ríkja áætl­ar UNICEF að minnst 40 millj­ón­ir barna séu aðeins að fá al­gjöra lág­marks­nær­ingu til að vaxa og dafna með eðli­leg­um hætti á fyrstu árum æv­inn­ar. 21 millj­ón barna til viðbót­ar glími þá við al­var­legt fæðuóör­yggi, sem þýðir að þau skort­ir aðgengi að fæðu til að mæta lág­marksþörf­um þeirra, sem set­ur þau aft­ur í mikla hættu á al­var­legri vannær­ingu og rýrn­un.

Setaish er aðeins tæplega þriggja mánaða en var lögð inn …
Setaish er aðeins tæp­lega þriggja mánaða en var lögð inn á sjúkra­hús í Kabúl í Af­gan­ist­an vegna al­var­legr­ar bráðavannær­ing­ar. Ljós­mynd/ Unicef

Neyðar­ákall um 1,2 millj­arða Banda­ríkja­dala

Nú þegar þjóðarleiðtog­ar und­ir­búa fund G7-ríkja hef­ur UNICEF sent út neyðar­ákall um 1,2 millj­arða Banda­ríkja­dala svo hægt verði að bregðast skjótt við og veita nær­ing­araðstoð og víðtæka meðhöndl­un til að af­stýra dauða millj­óna barna í þess­um fimmtán ríkj­um, þar á meðal meðgönguaðstoð, nær­ing­araðstoð fyr­ir nýbura, ung börn og nær­ing­araðstoð fyr­ir börn sem þegar glíma við al­var­lega rýrn­un og vannær­ingu með nær­ing­ar­fæði.

„Það er erfitt að út­skýra hvað það þýðir fyr­ir barn að glíma við „al­var­lega rýrn­un“ en þegar þú hitt­ir barn sem þjá­ist af þessu lífs­hættu­leg­asta formi vannær­ing­ar, þá munt þú skilja og aldrei gleyma,“ seg­ir Rus­sell.

„Leiðtog­ar heims­ins sem koma nú sam­an í Þýskalandi fyr­ir fund G7-ríkj­anna hafa ör­lít­inn glugga með tæki­færi til að grípa til aðgerða og bjarga lífi barna. Það má eng­an tíma missa. Að bíða eft­ir því að hung­urs­neyð sé lýst yfir, þýðir að það sé verið að bíða eft­ir því að börn deyi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert