Segir Rússa eiga heitt sumar í vændum

Hér má sjá vopn sem kallast howitzer, en vestrænar þjóðir …
Hér má sjá vopn sem kallast howitzer, en vestrænar þjóðir hafa að undanförnu sent nokkur slík vopn auk HIMAR, nákvæms og langdrægs skórskotabúnaðar. AFP

Úkraínu hefur borist sending af nákvæmum stórskotabúnaði frá Bandaríkjunum. Eru þetta svör við ákalli stjórnvalda í Úkraínu um að þörf væri á fleiri þróuðum vopnum.

„HIMAR-búnaður hefur borist til Úkraínu. Ég vil þakka kollega mínum og vini, Lloyd J. Austin III, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir þessi öflugu vopn!“ sagði Oleksí Resnikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, á Twitter.

Þá bætti hann við að rússneskar hersveitir ættu heitt sumar í vændum, auk þess sem sumarið yrði hinsta sumar einhverra rússneskra hermanna.

Langdræg og nákvæm skotvopn

Bandaríkin og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa verið að senda Úkraínu þungavopn í auknum mæli að undanförnu. Einkum langdræg skotvopn sem þykja nákvæmari en sambærileg vopn þau sem Rússar hafa undir höndum.

Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld í Úkraínu bent á að umræddar vopnasendingar svari ekki nema broti af þeirri þörf sem sé til staðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert