Úkraínu hefur borist sending af nákvæmum stórskotabúnaði frá Bandaríkjunum. Eru þetta svör við ákalli stjórnvalda í Úkraínu um að þörf væri á fleiri þróuðum vopnum.
„HIMAR-búnaður hefur borist til Úkraínu. Ég vil þakka kollega mínum og vini, Lloyd J. Austin III, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir þessi öflugu vopn!“ sagði Oleksí Resnikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, á Twitter.
Þá bætti hann við að rússneskar hersveitir ættu heitt sumar í vændum, auk þess sem sumarið yrði hinsta sumar einhverra rússneskra hermanna.
Bandaríkin og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa verið að senda Úkraínu þungavopn í auknum mæli að undanförnu. Einkum langdræg skotvopn sem þykja nákvæmari en sambærileg vopn þau sem Rússar hafa undir höndum.
Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld í Úkraínu bent á að umræddar vopnasendingar svari ekki nema broti af þeirri þörf sem sé til staðar.
HIMARS have arrived to Ukraine.
— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) June 23, 2022
Thank you to my 🇺🇲 colleague and friend @SecDef Lloyd J. Austin III for these powerful tools!
Summer will be hot for russian occupiers. And the last one for some of them. pic.twitter.com/BTmwadthpp