Sex fórust í þyrluslysi í Bandaríkjunum

Sex létust þegar þyrla hrapaði í Vestur-Virginíu. Mynd úr safni.
Sex létust þegar þyrla hrapaði í Vestur-Virginíu. Mynd úr safni. AFP

Sex manns um borð í þyrlu fórust er hún hrapaði á dreifbýlisveg í ríkinu Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

Tildrög slyssins liggja ekki ljós fyrir, að sögn Ray Bryant sem er yfirmaður aðgerða hjá sjúkraflutningaþjónustu Logan-sýslu. Þyrlan sem hrapaði var af tegundinni Bell UH-1B.

Þyrlan, sem notuð var til að fljúga með ferðamenn, var alelda þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn.

Bobbi Childs, sem er búsett nálægt slysstaðnum, hringdi í neyðarþjónustu og hljóp síðan á staðinn. „Ég hljóp eins hratt og ég gat og fór að þyrlunni, en eldurinn var bara svo mikill,“ sagði hún.

Ríkisstjóri Vestur-Virginíu, Jim Justice, sagði að hugur hans og eiginkonu hans væri hjá fjölskyldum þeirra sem fórust í slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert