Aflýsa hundruðum flugferða vegna verkfalla

Starfsfólk Ryanair krefst ég bættra kjara og betri aðbúnaðar.
Starfsfólk Ryanair krefst ég bættra kjara og betri aðbúnaðar. AFP/

Verk­föll starfs­fólks Ry­ana­ir og Brus­sels Air­lines sem hóf­ust í gær hafa valdið því að af­lýsa hef­ur þurft fjölda flug­ferða í Evr­ópu í dag. Verk­fallsaðgerðir munu standa fram á sunnu­dag og því ljóst að mik­il rösk­un verður á flugi í álf­unni um helg­ina. Starfs­fólkið krefst bættra launa­kjara og betri aðbúnaðar.

Stétt­ar­fé­lög flug­freyja og þjóna sem starfa hjá Ryan á Spáni, Portúgal og í Belg­íu hófu verk­fallsaðgerðir í morg­un og standa þær yfir fram á sunnu­dag. Stétt­ar­fé­lög flug­freyja og þjóna á Ítal­íu og Frakklandi hefja svo verk­fallsaðgerðir á morg­un.

Farþegar mega gera ráð fyrir mikilli röskun á flugi um …
Farþegar mega gera ráð fyr­ir mik­illi rösk­un á flugi um helg­ina. AFP/​Kenzo TRI­BOUILL­ARD

Mestra áhrifa verk­fall­anna hef­ur gætt í Belg­íu þar sem fella hef­ur þurft 127 flug­ferðir Ry­ana­ir til og frá Charleroi flug­velli frá föstu­degi til sunnu­dag.

Þar hafa verk­fallsaðgerðir starfs­fólks Brus­sels Air­lines einnig haft mik­il áhrif, en af­lýsa hef­ur þurft 315 flug­ferðum fé­lags­ins meðan á þriggja daga verk­falli stend­ur, en verk­fallsaðgerðir hóf­ust í gær.

Segja flug­fé­lagið neyða starfs­fólk til að vinna

Á Spáni, þar sem eru um 1.900 starfs­menn Ry­ana­ir hafa aðset­ur, hef­ur aðeins þurft að af­lýsa ferðum til Belg­íu. Sam­gönguráðherra Spán­ar fyr­ir­skipaði í gær að Ry­ana­ir yrði að halda úti að minnsta kosti 73 til 82 pró­sent starf­semi meðan á verk­föll­um stæði til að fá lág­marks þjón­ustu. Hann sagði mik­il­vægt að viðhafa jafn­vægi á milli rétt­inda fólks til verk­falla og rétt­inda ferðalanga.

Stétt­ar­fé­lög­in full­yrða hins veg­ar að flug­fé­lagið hafi neytt starfs­fólk til að sinna 100 pró­sent vinnu­skyldu. Þau hyggj­ast fara með málið fyr­ir dóm­stóla, enda sé fé­lagið ekki að virða lög.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert