Aflýsa hundruðum flugferða vegna verkfalla

Starfsfólk Ryanair krefst ég bættra kjara og betri aðbúnaðar.
Starfsfólk Ryanair krefst ég bættra kjara og betri aðbúnaðar. AFP/

Verkföll starfsfólks Ryanair og Brussels Airlines sem hófust í gær hafa valdið því að aflýsa hefur þurft fjölda flugferða í Evrópu í dag. Verkfallsaðgerðir munu standa fram á sunnudag og því ljóst að mikil röskun verður á flugi í álfunni um helgina. Starfsfólkið krefst bættra launakjara og betri aðbúnaðar.

Stéttarfélög flugfreyja og þjóna sem starfa hjá Ryan á Spáni, Portúgal og í Belgíu hófu verkfallsaðgerðir í morgun og standa þær yfir fram á sunnudag. Stéttarfélög flugfreyja og þjóna á Ítalíu og Frakklandi hefja svo verkfallsaðgerðir á morgun.

Farþegar mega gera ráð fyrir mikilli röskun á flugi um …
Farþegar mega gera ráð fyrir mikilli röskun á flugi um helgina. AFP/Kenzo TRIBOUILLARD

Mestra áhrifa verkfallanna hefur gætt í Belgíu þar sem fella hefur þurft 127 flugferðir Ryanair til og frá Charleroi flugvelli frá föstudegi til sunnudag.

Þar hafa verkfallsaðgerðir starfsfólks Brussels Airlines einnig haft mikil áhrif, en aflýsa hefur þurft 315 flugferðum félagsins meðan á þriggja daga verkfalli stendur, en verkfallsaðgerðir hófust í gær.

Segja flugfélagið neyða starfsfólk til að vinna

Á Spáni, þar sem eru um 1.900 starfsmenn Ryanair hafa aðsetur, hefur aðeins þurft að aflýsa ferðum til Belgíu. Samgönguráðherra Spánar fyrirskipaði í gær að Ryanair yrði að halda úti að minnsta kosti 73 til 82 prósent starfsemi meðan á verkföllum stæði til að fá lágmarks þjónustu. Hann sagði mikilvægt að viðhafa jafnvægi á milli réttinda fólks til verkfalla og réttinda ferðalanga.

Stéttarfélögin fullyrða hins vegar að flugfélagið hafi neytt starfsfólk til að sinna 100 prósent vinnuskyldu. Þau hyggjast fara með málið fyrir dómstóla, enda sé félagið ekki að virða lög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert