Danska götublaðið B.T. mun frá og með næsta ári hætta að koma út á pappír og verður þess í stað eingöngu á netinu.
Berlinske Media, sem gefur út B.T., greindi frá þessu í fréttatilkynningu, að sögn Berlinske Tidende.
B.T. hefur verið gefið út sem fríblað sex sinnum viku.
Við þessi tímamót verða ýmsar breytingar á netútgáfunni. Ritstjórnarskrifstofum blaðsins í Árhúsum, Óðinsvéum og Álaborg verður lokað og frá og með þessu sumri verður sama útgáfa af B.T. gefin út í öllu landinu.
Vegna þessara aðgerða verða 20 stöðugildi lögð niður.
„Því miður, með því að verða 100 prósent stafræn og með lokun ritstjórnarskrifstofa í borgunum, þarf að leggja niður fleiri stöðugildi,“ sagði í yfirlýsingunni.
Ritstjórum verður meðal annars sagt upp, auk þess sem Jonas Kuld Rathje hættir sem yfirritstjóri B.T.