Fyrsta ríkið til að banna þungunarrof eftir dóminn

Rifist um dóm dagsins fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna, þar …
Rifist um dóm dagsins fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna, þar sem fjöldi fólks er saman kominn. AFP

Miðvest­ur­ríkið Mis­souri varð í dag fyrsta ríki Banda­ríkj­anna til að leggja bann við þung­un­ar­rofi, aðeins fá­ein­um klukku­stund­um eft­ir að efsta dóm­stig lands­ins sneri við ára­tuga­gömlu dóma­for­dæmi sem veitti kon­um í öllu land­inu rétt til þung­un­ar­rofs.

Frá þessu grein­ir dóms­málaráðherra rík­is­ins á Twitter, en hann birti einnig mynd af sér þar sem hann skrif­ar und­ir lög­in þeim til staðfest­ing­ar.

Rétturinn heimilaði fyrr í dag ríkjum að leggja bann við …
Rétt­ur­inn heim­ilaði fyrr í dag ríkj­um að leggja bann við þung­un­ar­rofi. AFP

Mis­mun­andi lög­gjöf

Þrett­án ríki, flest þeirra í suður­hluta Banda­ríkj­anna, hafa á und­an­förn­um árum sett lög þess eðlis að þau taka gildi um leið og heim­ilt verður að nýju að banna þung­un­ar­rof. Í sum­um ríkj­anna ættu lög­in að óbreyttu að taka gildi í dag.

Lög­gjöf ríkj­anna er þó mis­mun­andi. Í Ida­ho er þannig kveðið á um und­anþágu í til­felli nauðgana eða sifja­spells, en í Kentucky má aðeins veita slíka und­anþágu ef líf kon­unn­ar þykir í hættu.

Í Louisi­ana gæti heil­brigðis­starfs­fólk hlotið fang­els­is­dóma til allt að tíu ára fyr­ir að koma að þung­un­ar­rofi. Í Mis­souri er ramm­inn stærri, en þar get­ur refs­ing­in numið fimmtán árum.

Nokk­ur ríki hafa áður samþykkt lög þar sem þung­un­ar­rof er bannað eft­ir sex vikna þung­un, en það er áður en marg­ar kon­ur átta sig á því að þær eru ófrísk­ar. Þau löög gætu einnig tekið gildi núna í breyttu rétt­ar­um­hverfi.

Dómurinn hefur fengið á marga, en áratugagömlu dómafordæmi var snúið …
Dóm­ur­inn hef­ur fengið á marga, en ára­tuga­gömlu dóma­for­dæmi var snúið við. AFP

Verður áfram heim­ilt í 22 ríkj­um

Dóm­ur rétt­ar­ins frá því fyrr í dag veit­ir öll­um fimm­tíu ríkj­un­um heim­ild til að banna þung­un­ar­rof. Bú­ist er við því að um helm­ing­ur þeirra muni gera það, með ein­hverju móti.

Í að minnsta kosti 22 ríkj­um, aðallega í norðaust­ur­hluta lands­ins og á vest­ur­strönd­inni, verður áfram heim­ilt að gang­ast und­ir þung­un­ar­rof. Búa þau sig nú und­ir að taka á móti straumi kvenna frá hinum ríkj­un­um vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert