Hvetur farþega til að gera ráð fyrir töfum

Þeir sem ætla sér að innrita farangur eru hvattir til …
Þeir sem ætla sér að innrita farangur eru hvattir til að mæta fyrr. AFP

„Mætið snemma,“ eru ráð yf­ir­manns Evr­ópu­sviðs í Alþjóðaráði flug­valla (ACI). Flug­vell­ir um all­an heim eiga í erfiðleik­um með að mæta snar­auknu álagi eft­ir heims­far­ald­ur­inn. Ein­hverj­ar úr­bæt­ur eru áætlaðar um miðjan júlí.

„Þessi sam­blanda af skjót­um bata á eft­ir­spurn­ar­hliðinni og mik­illi mann­eklu er að valda veru­leg­um vand­ræðum,“ seg­ir Oli­vier Jan­ko­vec, yf­ir­maður Evr­ópu­sviðs ACI. 

Hann bend­ir á að vand­ræðin komi upp hvert sem litið er, frá flug­vall­ar­starf­semi til starf­semi flug­fé­laga, flugaf­greiðslu, lög­reglu á flug­völl­um og við landa­mæra­vörslu. 

Vand­ræði hafa t.a.m. komið upp hvað varðar flug­ferðir til og frá Íslandi að und­an­förnu. 

Kom­andi helgi krefj­andi

„Þetta geng­ur samt upp. Það er mik­il­vægt að farþegar séu í góðum sam­skipt­um við flug­fé­lög­in um það hvenær þeir eigi að vera komn­ir á flug­völl­inn, og búa sig und­ir að mæta fyrr en venju­lega til þess að tryggja að þeir hafi tíma til þess að fara í gegn­um allt kerfið, sér­stak­lega ef þeir eru að inn­rita far­ang­ur.“

Kom­andi helgi verður sér­stak­lega erfið, að mati Jan­ko­vec, í ljósi þess að flug­menn hjá ýms­um lággjalda­flug­fé­lög­um í Evr­ópu, séu á leið í verk­fall. 

Sjá ár­ang­ur um miðjan júlí

Á þingi alþjóðaráðs flug­valla í Róm, sagði Jan­ko­vec að flug­vell­ir væru bún­ir að und­ir­búa aðgerðir sem kæmu til með að bæta ástandið, og ætl­ast er til að þær skili ár­angri um miðjan júlí.

„Það kem­ur inn viðbót­ar­starfs­fólk um miðjan júlí, búnaður verður end­urstillt­ur og innviðir flug­vall­ar­ins verða lagaðir að þessu aukna streymi fólks, það verður líka til­búið um miðjan júlí,“ seg­ir Jan­ko­vec.

Hann á von á því að þröngt verði um farþega á flug­völl­um, það verði lengri biðtím­ar, en farþegar ættu ekki að missa af flug­un­um sín­um, svo von­andi nái all­ir á fyr­ir­hugaðan áfangastað.

Flug­vell­ir í sömu vand­ræðum og flug­fé­lög

Þá varði hann verðhækk­an­ir á þjón­ustu flug­valla, sem gagn­rýnd hef­ur verið af Alþjóðasam­bandi flug­fé­laga. 

Flug­vell­ir standi frammi fyr­ir sama vanda og flug­fé­lög­in þegar komi að verðbólgu, og benti hann á að far­gjöld flug­fé­laga hafi einnig hækkað. 

„Launa- og orku­kostnaður nem­ur 45 pró­sent af rekstr­ar­gjöld­um okk­ar. Svo er verðbólg­an að keyra upp verðið á aðföng­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert