Hvítur nashyrningur kom í heiminn

Sjaldgæfur hvítur nashyrningur fæddist í Havana, höfuðborg Kúbu, 9. júní.

Í meðfylgjandi myndskeiði AFP-fréttastofunnar sést kálfurinn Ale á gangi um Þjóðardýragarð Kúbu ásamt móður sinni Katrínu.

Hvítir nashyrningar hafa átt undir högg að sækja í Afríku vegna ólöglegra veiða og vill dýragarðurinn í Havana leggja sitt af mörkum til varðveislu tegundarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert