Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fagnar ákvörðun Evrópusambandsins um að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkja um aðild að sambandinu.
Í ávarpi sínu segir hann ákvörðunina sýna að Úkraína sé „ekki brú“ á milli Vesturlanda og Rússlands heldur framtíðarsamherji og -jafningi að minnsta kosti 27 ríkja ESB.
Ákveðið var að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja á fundi leiðtoga ESB í gær en ákvörðunin var viðbúin vegna innrásar Rússa í Úkraínu.