Úkraínskir hermenn hörfa frá lykilborg

Úkraínskir hermenn á ferð á Donbas-svæðinu.
Úkraínskir hermenn á ferð á Donbas-svæðinu. AFP

Úkraínskar hersveitir verða að hörfa frá borginni Severodónetsk, að sögn ríkisstjóra. Harðir bardagar við rússneskar hersveitir hafa staðið þar yfir vikum saman. 

„Úkraínskir hermenn verða að hörfa frá Severodónetsk. Þeir hafa fengið skipun þar að lútandi,“ sagði Sergiy Gaiday, ríkisstjóri Luhansk-héraðs – sem Severodónetsk er staðsett í, á Telegram.

„Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að halda kyrru fyrir á stöðum sem skotið hefur verið á mánuðum saman. “

Gaiday segir að borgin sé nánast rústir einar vegna stöðugra sprengjuárása. 

„Allir mikilvægir innviðir hafa verið eyðilagðir. 90 prósent borgarinnar eru skemmd. Það mun þurfa að rífa 80 prósent af húsum borgarinnar.“

það hefur verið eitt af lykilmarkmiðum rússneskra hersveita að ná völdum í Severodónetsk sem er á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert