Búist við miklum mótmælum

AFP

Bú­ist er við mikl­um mót­mæl­um á göt­um úti í Banda­ríkj­un­um í dag, eft­ir að Hæstirétt­ur sneri við tíma­móta­dóm­in­um Roe gegn Wade og sló því föstu að kon­ur ættu ekki stjórn­ar­skrár­var­inn rétt til þung­un­ar­rofs.

Ný lög sem banna þung­un­ar­rof hafa tekið gildi í að minnsta kosti sjö ríkj­um Banda­ríkj­anna í kjöl­far þessa – þar á meðal í Mis­souri-ríki. Eng­ar und­an­tekn­ing­ar eru þar gerðar þótt sifja­spell eða nauðgun hafi or­sakað þung­un­ina.

AFP

Mót­mæltu fyr­ir utan Hæsta­rétt í gær

Mót­mæl­end­ur söfnuðust sam­an fyr­ir utan bygg­ingu rétt­ar­ins strax eft­ir úr­sk­urðinn í gær og héldu uppi spjöld­um þar sem ým­ist stóð: „Þið hafið brugðist okk­ur“ eða „Skömm“ svo fátt eitt sé nefnt.

Aðrir glödd­ust. Á meðal þeirra var Gwen Char­les sem sagði í sam­tali við frétta­stofu AFP: „Þetta er dag­ur­inn sem við höf­um beðið eft­ir. Það er að byrja nýtt tíma­bil í menn­ingu Banda­ríkj­anna,“ sagði hún. 

Í St. Lou­is mátti einnig sjá mót­mæl­end­ur á göt­um úti en þeir söfnuðust sam­an fyr­ir utan síðustu lækna­stof­una í Mis­souri sem bauð upp á þung­un­ar­rof. 

„Þetta er óhugn­an­legt,“ sagði Li­li­an Dod­en­hoff. „Maður hafði bara strax sam­band við þá sem þurfa helst á því að halda núna.“

Búist er við mótmælum vegna dóms Hæstaréttar.
Bú­ist er við mót­mæl­um vegna dóms Hæsta­rétt­ar. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert