Yfirvöld í Rússlandi hyggjast flytja flugskeyti sem geta borið kjarnavopn til Hvíta-Rússlands á næstu mánuðum. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Hann og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru nú að funda í Sankti Pétursborg.
Pútín hefur þá einnig boðist til þess að endurnýja orrustuþotur Hvíta-Rússlands svo þær geti flogið með kjarnorkuvopn.
„Hvítrússneski herinn býr yfir mörgum Su-25-orrustuþotum. Það væri hægt að uppfæra þær á viðeigandi hátt,“ sagði hann. „Þessi uppfærsla ætti að vera framkvæmd í Rússlandi og þjálfun ætti að byrja samhliða því.“
Átök í Úkraínu halda áfram og náðu Rússar borginni Severódónetsk á sitt vald í dag.