Ótrúlegt myndband náðist af því þegar gassprenging varð í Wessington í Derbyskíri á Bretlandi með þeim afleiðingum að karlmaður sem var við vinnu þar rétt hjá þeyttist í loft upp.
Maðurinn hafði verið að festa girðingarstaura með þar til gerðri þjöppu þegar gasleiðsla rofnaði og öflug sprenging varð.
Slökkviliðið kom á vettvang og hús voru rýmd á meðan viðgerðir áttu sér stað og öryggi íbúa var tryggt á ný.
Ótrúlegt kann að þykja að manninn sakaði ekki, þrátt fyrir að hafa þeyst upp í loft við sprenginguna. Hann var þó í töluverðu áfalli, að fram kom á Facebook-síðu slökkviliðsins.