Mikill fjöldi fólks er samankominn í miðborg Ósló þar sem skotárás var framin í nótt með þeim afleiðingum að tveir létust og um tuttugu særðust. Norska lögreglan hefur skilgreint árásina sem hryðjuverk og segir árásarmanninn hafa tengsl við íslömsk öfgasamtök.
Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is, er staddur í Ósló og segir þúsundir vera á gangi með regnbogafána og rósir á lofti. Aðallega sé um ungt fólk að ræða ungt fólk. Tónlistin ómi og í raun sé verið að ganga einhvers konar gleðigöngu í stað þeirrar sem var aflýst.
Hann segir lögregluna með mikinn viðbúnað á svæðinu og götum lokað víða.
Gleðigöngunni, Oslo Pride, sem átti að fara fram í Ósló í dag var aflýst vegna árásarinnar. Skipuleggjendur göngunnar segja það hafa verið gert að tilmælum lögreglu. Þá var öllum viðburðum tengdum göngunni einnig aflýst.
Ef marka má færslur á Twitter virðast margir ánægðir með að fólk hafi safnast saman þrátt fyrir að formlegu göngunni hafi verið aflýst. Það sýni að ástin sigri að lokum. Gangan hafi verið mikilvæg sem aldrei fyrr.
The official Pride parade in Oslo was canseld due to the shooting towards a gay bar last night.
— ET_Call_Norway (@ET_call_Norway) June 25, 2022
THIS is Oslo now spontaneous parade. Love wil always win. pic.twitter.com/dLiw61rH6R
Spontaneous pride parade in Oslo after the official parade was cancelled.
— erλend (@ehamberg) June 25, 2022
❤️🧡💛💚💙💜 pic.twitter.com/lRFvdDliCC
Last night, love was attacked ( terrorattack )in Oslo. Several were killed because they love one of the same sex. many were injured 😭Today Pride is extra important and I hope all the Norwegian people are behind and support this fantastic event. LOVE IS LOVE ✌️#LoveIsLove pic.twitter.com/wpYG9eXzxt
— Lena Andreassen (@AndreassenLena) June 25, 2022