Að minnsta kosti fjórir eru látnir og hundruð eru slösuð í Kólumbíu eftir að stúka, full af áhorfendum sem fylgdust með nautaati, féll. BBC greinir frá.
Um er að ræða viðburðinn „Corraleja“, hefðbundinn kólumbískan viðburð þar sem fólk er vanalega hvatt til að taka þátt í að espa nautin upp.
Í myndskeiði af samfélagsmiðlum má sjá hvernig stúkan hrynur og fólk taka til fótanna í skelfingu.
BREAKING: At least four people were killed and more than 500 were injured when a stadium collapsed during a bullfight in El Espinal, Colombia; President-elect Gustavo Petro (@petrogustavo) warns against future events. pic.twitter.com/3xUL9khdqV
— BNN Newsroom (@BNNBreaking) June 26, 2022
Óttast er að tala látinna muni hækka.
Fréttin hefur verið uppfærð.