Kalla eftir meira af vopnum og hertum aðgerðum

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, birti færsluna á Twitter. AFP

Ríkisstjórn Úkraínu kallar eftir því að G7-ríkin, helstu iðnríki heims, sem funda núna í Þýskalandi, afhendi Úkraínumönnum meira af vopnum og herði refsiaðgerðir gegn Rússum enn frekar. Þetta kom fram í færslu Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. 

Ákallið kemur aðeins skömmu eftir að Rússar hófu að varpa aftur sprengjum á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Fjórar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og lenti sprengja á fjölbýlishúsi í íbúðahverfi. Einhverjir slösuðust en ekki hefur verið greint frá manntjóni.

Kuleba sagði í færslu sinni að G7-ríkin yrðu að bregðast við. „Við verðum að brjóta á bak aftur sjúka heimsvaldsstefnu Rússa,“ skrifaði hann meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert