Einn er látinn og að minnsta kosti sex særðir eftir árásir Rússa á Kænugarð snemma í morgun, þar á meðal sjö ára stúlka, að sögn Vitaly Klitchko, borgarstjóra Kænugarðs.
Að minsta kosti fjórar sprengingar heyrðist í morgunsárið og lenti ein þeirra á fjölbýlishúsi í íbúðahverfi. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar á meðal litla stúlkan.
Rússar fullyrða í yfirlýsingu að sprengjum hafi verið varpað á flugskeytaverksmiðju í Kænugarði. Artyom-verksmiðjan hafi verið skotmarkið og um hernaðarlega inniviði hafi verið að ræða.
Þær skemmdir sem urðu á íbúðarhúsnæði í nágrenninu hafi flugskeyti úkraínska hersins orsakað.