Fjórar stórar sprengingar urðu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu um klukkan hálf sjö í morgun að staðartíma. Blaðamenn AFP-fréttastofunnar hafa greint frá því að sprengjur hafi lent á fjölbýlishúsi í íbúðarhverfi við miðborg Kænugarðs. Mikill eldur hafi kviknað og reykjarský liggi yfir.
Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði varð var við sprengingarnar. Hann segir þær greinilega hafa verið mjög stórar og leng nálægt heimili hans.
Ekki hefur verið greint frá mannfalli en Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að viðbragðsaðilar séu á vettvangi og að verið sé að rýma tvær íbúðarblokkir í hverfinu.
Rússar höfðu ekki varpað sprengjum á Kænugarð í þrjár vikur, en Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að borgir og bæir við pólsku landamærin, Lvív og fleir, hafi einnig orðið fyrir árásum Rússa í dag.
Í gær náðu Rússar fullri stjórn á borginni Severódónetsk, sem staðsett er í austurhluta Úkraínu, að sögn borgarstjóra borgarinnar, Oleksandr Striuk. Sprengjur en skothríðar hafa dunið á borginni vikum saman.