Lestarstjóri lést og fimm slösuðust þegar hraðlest rakst á eimreið í austanverðu Tékklandi í dag.
Slysið varð við Bohumin-lestarstöðina, um 300 kílómetra austan við Prag, höfuðborg landsins.
Lestarstjórinn lést af sárum sínum og annar starfsmaður slasaðist líttilega. Þá hlutu fjórir starfsmenn á eimreiðinni minni háttar meiðsl og voru færð á spítala.
„Ekkert hinna slösuðu misstu meðvitund, né eru í lífshættu,“ sagði í tilkynningu á vef tékknesku neyðarþjónustunnar.
Slysið hafði áhrif á umferð milli Prag og Varsjá, sagði tékkneska lögreglan í tísti.