Hvirfilbylur varð einum að bana í Hollandi

Hvirfilbylurinn skildi eftir sig mikla eyðileggingu.
Hvirfilbylurinn skildi eftir sig mikla eyðileggingu. AFP/Jeffrey Groeneweg

Sjaldgæfur hvirfilbylur varð að minnsta kosti einum að bana og tíu slösuðust í borginni Zierikzee í suðvesturhluta Hollands í dag.

Hvirfilbylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar; feykti þökum af að minnsta kosti fjórum íbúðarhúsum og framhlið á einu féll, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá yfirvöldum.

AFP/Sergey Bobok

Skemmdir urðu í nokkrum íbúðagötum. Þá rifnuðu þakplötur af kirkju og trampólín flugu um loftið. Myndir á samfélagsmiðlum sýna brak hringsóla um loftið í leifum hvirfilbylsins og hvítan strók breiða úr sér útfrá dökkum upptökum hans.

AFP/Ina Fassbender

Viðbragðsaðilar hafa beðið fólk að halda sig fjarri því svæði sem hvirfilbylurinn fór yfir til að hindra ekki störf lögreglu og slökkviliðsmanna og vegna hættu á þakplötur eða brak hrynji til jarðar.

Hvirfilbylir sem þessir birtast reglulega í Hollandi en dauðsfall hefur ekki orðið vegna þeirra síðan árið 1992.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert