Sjaldgæfur hvirfilbylur varð að minnsta kosti einum að bana og tíu slösuðust í borginni Zierikzee í suðvesturhluta Hollands í dag.
Hvirfilbylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar; feykti þökum af að minnsta kosti fjórum íbúðarhúsum og framhlið á einu féll, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá yfirvöldum.
Skemmdir urðu í nokkrum íbúðagötum. Þá rifnuðu þakplötur af kirkju og trampólín flugu um loftið. Myndir á samfélagsmiðlum sýna brak hringsóla um loftið í leifum hvirfilbylsins og hvítan strók breiða úr sér útfrá dökkum upptökum hans.
Viðbragðsaðilar hafa beðið fólk að halda sig fjarri því svæði sem hvirfilbylurinn fór yfir til að hindra ekki störf lögreglu og slökkviliðsmanna og vegna hættu á þakplötur eða brak hrynji til jarðar.
Hvirfilbylir sem þessir birtast reglulega í Hollandi en dauðsfall hefur ekki orðið vegna þeirra síðan árið 1992.
#Netherlands > One fatality and 10 people were injured on Monday afternoon when a 'weak' #tornado passed over the City of #Zierikzee. pic.twitter.com/paZrH9WkPY
— Michael Barthel (@RealMiBaWi) June 27, 2022
#Tornado #Zeeland #Zierikzee pic.twitter.com/mBUsGMkdOV
— Lukas Müller (@BioBauerJosef) June 27, 2022
Powerful #tornado reported in Zierikzee, the Netherlands this morning! #SevereWeather https://t.co/UM35FWxy63
— WEATHER/ METEO WORLD (@StormchaserUKEU) June 27, 2022