Í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Aðstoðarlögreglustjórinn Cecilie Lilaas-Skari (til vinstri) ásamt lögfræðingi lögreglunnar, Borge Enoksen, …
Aðstoðarlögreglustjórinn Cecilie Lilaas-Skari (til vinstri) ásamt lögfræðingi lögreglunnar, Borge Enoksen, á blaðamannafundi í gær. AFP

Zaniar Matapour hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar í Ósló, höfuðborg Noregs, aðfaranótt laugardags.

Tveir létust og 21 særðist í árásinni.

Saksóknarar höfðu óskað eftir fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Einnig fóru þeir fram á að bann yrði lagt við heimsóknum til Matapour ásamt bréfasendingum allar fjórar vikurnar og varð dómstóllinn við þeirri beiðni, að sögn Aftenposten.

Sömuleiðis óskuðu þeir eftir því að maðurinn skyldi sæta einangrun í tvær vikur af fjórum og varð dómstóllinn við því.

Dómstóllinn sagði ekki nauðsylegt að taka afstöðu til þess í dag um það hvort Matapour hafi með árásinni ætlað að fremja hryðjuverk gegn hinsegin fólki, miðað við þau sönnunargögn sem eru núna fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert