Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segjast opin fyrir því að mæta á G20 fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í nóvember.
Að sögn Scholz er mikilvægt að aðildarríki G20 haldi samvinnu sinni áfram og að Þýskaland ætli sér ekki að eyðileggja afrakstur þeirrar samvinnu. Hann segir að Volodómír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi einnig fengið boð um að sækja fundinn.
Ursula von der Leyen segist ekki útiloka þann möguleika að sitja við sama borð og Pútín á G20.
„Það er mikilvægt að segja honum í persónu álit okkar á honum. Við verðum auk þess að íhuga vandlega hvort við viljum lama starfsemi G20,“ segir hún.