Að minnsta kosti tíu hafa fundist látin eftir flugskeytaárás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni Krementsjúk í austurhluta Úkraínu fyrr í dag. Yfir fjörutíu til viðbótar eru særð, að sögn Dmítró Lúnín héraðsstjóra. Hann varar við því að tala látinna geti hækkað.
Yfir þúsund manns voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, en hún stóð í ljósum logum í kjölfarið. Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum en björgunaraðgerðir standa enn yfir.
Lunin hefur lýst árásinni sem stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu.