Tíu látnir og hundruð slösuð eftir gasleka

Kröftug losun af gulu gasi varð þegar gámurinn féll til …
Kröftug losun af gulu gasi varð þegar gámurinn féll til jarðar. AFP

Tíu eru látnir og yfir 200 slasaðir eftir gasleka sem varð í Aqaba-höfn í Jórdaníu, að sögn yfirvalda þar í landi.

Í myndbandsupptökum sem sýndar voru í jórdanska ríkissjónvarpinu mátti sjá stóran gulan reykstrók myndast þegar gámur, fullur af eitruðum efnum, féll til jarðar þar sem verið var að flytja hann með krana af vöruflutningabíl.

Haldi sig innandyra

Kraftur losunarinnar sem varð olli því að vörubíll valt niður á hafnarbakkann á meðan hafnarstarfsmenn hlupu í burtu.

Nálæg svæði voru rýmd og íbúum sagt að halda sig innandyra.

Þá hvatti heilbrigðisstjóri Aqaba-borgar, Jamal Obeidat, íbúa borgarinnar til að loka öllum gluggum í varúðarskyni og sagði innihald gámsins mjög hættulegt án þess að tilgreina hvað það væri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert