Rússneskt flugskeyti hæfði verslunarmiðstöð í borginni Krementsjúk í austurhluta Úkraínu í dag, þar sem mikill mannfjöldi var samankominn. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir særðir, þar á meðal níu alvarlega.
„Rússar skutu flugskeytum að verslunarmiðstöð þar sem voru yfir þúsund óbreyttir borgarar. Verslunarmiðstöðin stendur í ljósum logum og slökkviliðsmenn berjast við eldinn. Það er ekki hægt að ímynda sér fjölda fórnarlamba,“ segir Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í færslu á Telegram.
Í myndbandi sem fylgir færslu forsetans sést eldhafið og fjöldi slökkviliðsbíla fyrir utan verslunarmiðstöðina. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.
Héraðsstjóri segir árásina vera „stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu“.
A Russian missile was fired at a shopping mall in Kremenchuk where over 1,000 people were shopping. Russian war criminals intentionally targeted this mall in an airstrike and continue escalating. Civilians are their targets pic.twitter.com/obqp2EQDl2
— Olga Lautman 🇺🇦 (@OlgaNYC1211) June 27, 2022