Tveir látnir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð

Verslunarmiðstöðin stendur í ljósum logum.
Verslunarmiðstöðin stendur í ljósum logum. AFP

Rússneskt flugskeyti hæfði verslunarmiðstöð í borginni Krementsjúk í austurhluta Úkraínu í dag, þar sem mikill mannfjöldi var samankominn. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir særðir, þar á meðal níu alvarlega.

AFP

„Rússar skutu flugskeytum að verslunarmiðstöð þar sem voru yfir þúsund óbreyttir borgarar. Verslunarmiðstöðin stendur í ljósum logum og slökkviliðsmenn berjast við eldinn. Það er ekki hægt að ímynda sér fjölda fórnarlamba,“ segir Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í færslu á Telegram.

Í myndbandi sem fylgir færslu forsetans sést eldhafið og fjöldi slökkviliðsbíla fyrir utan verslunarmiðstöðina. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.

Héraðsstjóri segir árásina vera „stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert