Atlantshafsbandalagið hyggst auka fjölda hermanna í viðbragðssveitum bandalagsins upp í 300.000 vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Leiðtogar bandalagsins munu funda í Madrid í vikunni sem mun að sögn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, umbreyta bandalaginu.
Stoltenberg segir bandalagið ætla að staðsetja hluta af hersveitum sínum nálægt landamærum Rússlands og fjölga hermönnum í yfir 300.000 manns. Auk þess hyggst bandalagið fjölga vígbúnaði bandalagsins með fleiri þungavopnum, þ.á.m. loftvarnarkerfum, sem og að hersveitum bandalagsins hefur verið fyrirfram skipaður sess í þeim aðildarríkjum bandalagsins sem staðsett eru í nálægð við Rússland.
„Þetta felur í sér stærstu yfirferð bandalagsins á sameiginlegum vörnum og fælingarmætti okkar frá því á tímum kalda stríðsins,“ segir Stoltenberg. Stoltenberg gaf engar frekari skýringar á aukningu hermanna í viðbúnaðarsveit bandalagsins en nú þegar hefur bandalagið yfir að ráða viðbúnaðarsveit sem samanstendur af 40.000 hermönnum.