Maxwell dæmd í 20 ára fangelsi

Ghislaine Maxwell ásamt Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell ásamt Jeffrey Epstein. AFP

Ghislaine Maxwell hef­ur verið dæmd í 20 ára fang­elsi í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að aðstoða banda­ríska kyn­ferðisaf­brota­mann­inn og auðkýf­ing­inn, Jef­frey Ep­stein, við að mis­nota ung­ar stúlk­ur.

Maxwell var í des­em­ber síðastliðnum sak­felld í fimm af sex ákæru­liðum fyr­ir að út­vega Ep­stein, þáver­andi kær­asta henn­ar, stúlk­ur und­ir lögaldri sem hann síðan braut á kyn­ferðis­lega.

Ep­stein svipti sig lífi í fanga­klefa í New York árið 2019 en hann beið þá eig­in rétt­ar­halda fyr­ir man­sal.

Von­ar að fórn­ar­lömb­in finni frið

Maxwell bað fórn­ar­lömb­in af­sök­un­ar fyr­ir utan rétt­ar­höld­in og sagðist hafa samúð með þeim en glæp­ir henn­ar áttu sér stað á ár­un­um 1994 til 2004.

Fórnarlömbin Sarah Ransome og Elizabeth Stein fyrir utan réttarhöldin.
Fórn­ar­lömb­in Sarah Ran­some og El­iza­beth Stein fyr­ir utan rétt­ar­höld­in. AFP

Þá sagði hún það vera stærstu eft­ir­sjá lífs henn­ar að hafa hitt Ep­stein og að hún vonaði að refs­ing henn­ar myndi leyfa fórn­ar­lömb­un­um að finna frið.

Maxwell hef­ur verið í gæslu­v­arðhaldi síðan hún var hand­tek­in í júlí 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert