Skemmtiferðaskip sigldi á ísjaka

Skipið var á siglingu nálægt Hubbard-jökli.
Skipið var á siglingu nálægt Hubbard-jökli. Ljósmynd/NCL

Norwegian Sun, tvö þúsund farþega skemmtiferðaskip, rakst utan í ísjaka á leið sinni nálægt Hubbard-jökli í Austur-Alaska á laugardag. 

Talsmaður rekstrarfélags skemmtiferðaskipsins, Norwegian Cruise Lines, sagði í samtali við fréttastofuna KT00 að þoka og lélegt skyggni hefðu orðið til þess að enginn í áhöfninni tók eftir ísjakanum, sem er sagður hafa verið á stærð við flygil.

Farþegar á skipinu sögðust aftur á móti hafa fundið fyrir árekstrinum.

Jason Newman, farþegi á skipinu lýsti árekstrinum. „Skipið hökti og fólk fann fyrir árekstrinum,“ er haft eftir Newman.

Ekki hleypt frá borði

Newman sagði skipið hafa haldið áfram á um það bil 16 kílómetra hraða alla leið til Juneau-borgar, en hann mældi hraðann með farsíma sínum.

Hann bætti við að enginn farþeganna hefði heyrt frá skipstjóranum þar til á sunnudagsmorgun þar sem hann staðfesti að skipið hefði rekist utan í ísjakann.

Þegar komið var til Juneau á sunnudagseftirmiðdag hafði verið hætt við alla túra farþeganna daginn eftir. „Þau sögðu okkur að þau hefðu ekki fengið heimild til þess að hleypa okkur frá borði,“ sagði Newman og bætti við að hann hefði sjálfur ætlað í jeppaferð.

Svona var um að líta á hafinu um svipað leyti …
Svona var um að líta á hafinu um svipað leyti og skipið rakst á jakann. KT00/James Newman

Kafarar landhelgisgæslunnar í Juneau mátu sem svo að tjón hefði orðið á skipinu viðáreksturinn.

Skipið var í höfn í Juneau þar til í gærkvöldi, þegar það fór frá höfn, en ekki er enn vitað hvort skipið fylgi upphaflegri siglingaáætlun eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert