Biður um fleiri vopn og aukið fjármagn

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að útvega landinu fleiri vopn sem eru ný af nálinni og óskað eftir aukinni fjárhagsaðstoð vegna innrásar Rússa.

Ráðstefna NATO fer nú fram í Madríd, höfuðborg Spánar. Í morgun greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá því að hann ætlaði að senda aukinn herafla til Evrópu, auk þess sem Norðmenn lofuðu að senda Úkraínumönnum fleiri vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert