Breyer hættir sem dómari á morgun

Stephen Breyer hæstaréttardómari.
Stephen Breyer hæstaréttardómari. AFP

Stephen Breyer hæstaréttardómari hefur sent Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf þar sem hann tilkynnir honum að á morgun fari hann á eftirlaun.

Í bréfinu vísar hann til þess að hann hafi tilkynnt Biden fyrr á árinu að hann hygðist hætta störfum þegar dómstóllinn færi í sumarfrí.

Þá bætir hann við að Biden og að öldungadeild Bandaríkjanna hafi tilnefnt Ketanji Brown Jackson til að taka við starfi hans og að hann líti svo á að hún sé tilbúin að hefja störf sem 116. dómarinn við dómstólinn.

Ketanji Brown Jackson og Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Ketanji Brown Jackson og Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Íhaldsami áfram í meirihluta

Breyer og Jackson þykja bæði frjálslynd í túlkun sinni á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hlut­fall íhalds­samra og frjáls­lyndra inn­an dóm­stóls­ins, sem skip­ar níu manns, er því ekki talið munu breyt­ast og verða íhald­sam­ir áfram í meiri­hluta, eða sex á móti þrem­ur.

„Það hefur verið mér mikill heiður sem dómari að taka þátt í því að viðhalda reglum stjórnarskrárinnar og réttarríkinu,“ skrifar Breyer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert