Dýragarðurinn í Róm hefur brugðið á það ráð að dreifa frosnu góðgæti, þar á meðal ávöxtum, kjöti og fiski, til dýranna til að hjálpa þeim að takast á við mikinn hita í ítölsku höfuðborginni.
Eins og í mestallri Vestur-Evrópu er Ítalía í miðri hitabylgju, sem er fyrr á ferðinni en venjulega.
Vísindamenn telja að þessar breytingar séu af völdum lofslagsvárinnar.