NATO stafi „skýr ógn“ af Rússlandi

Stoltenberg segir Rússland hættulegt.
Stoltenberg segir Rússland hættulegt. AFP

Leiðtogar innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittast í spænsku borginni Madríd í dag og er útlit fyrir að þeir muni skilgreina Rússland sem ógn við öryggi ríkja bandalagsins. Leiðtogarnir endurskoða nú varnir bandalagsins til þess að bregðast við stríðinu í Úkraínu, að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra bandalagsins.

„Við munum taka það skýrt fram að öryggi okkar stafar skýr ógn af Rússlandi,“ segir Stoltenberg.

Ísland á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra munu taka þátt í leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins. Hann hófst í morgun og stendur hann fram á fimmtu­dag. 

Stoltenberg segir að fundurinn muni verða „sögulegur og ummyndandi“ fyrir Atlantshafsbandalagið. 

„Við hittumst nú, í miðri alvarlegustu öryggiskreppu sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði Stoltenberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert