Ríabkov hótar hefndum

Flugvél spænska flughersins flýgur yfir fundarstað Atlantshafsbandalagsins í Madríd. Fundurinn …
Flugvél spænska flughersins flýgur yfir fundarstað Atlantshafsbandalagsins í Madríd. Fundurinn hófst í morgun en hann sækja m.a. forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands. AFP

Rússnesk stjórnvöld segja að þau muni ekki láta aukna herviðveru bandaríska hersins í Evrópu á sig fá. 

„Ég held að þau sem leggja slíkar lausnir til haldi að þau geti ógnað Rússlandi, komið á það böndum – þeim mun ekki takast ætlunarverkið,“ sagði Sergei Ríabkov, staðgengill utanríkisráðherra Rússlands við blaðamenn í dag.

„Öryggi landa sem fá aukinn liðsstyrk mun ekki vera aukið. Horfur á stöðugleika munu hverfa. Áhættan mun aukast,“ bætti Ríabkov við. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í morgun að hann ætli að senda auk­inn herafla til Evr­ópu til stuðnings Atlants­hafs­banda­lag­inu. 

Leiðir til sambærilegra aðgerða, segir Ríabkov

Bandalagið verður „styrkt í all­ar átt­ir og á öll­um svæðum – í lofti, láði og legi,“ sagði Biden á ráðstefnu banda­lags­ins í Madríd, höfuðborg Spánar.

Ríabkov sagði að Rússar muni bregðast við þessu.

„Við höfum bæði getu og úrræði,“ sagði Ríabkov við og hótaði hefndum. 

„Nú mun það sem er að gerast tvímælalaust leiða til sambærilegra aðgerða af okkar hálfu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert