Tesla segir upp 200 starfsmönnum

Um 100.000 manns starfa hjá Teslu.
Um 100.000 manns starfa hjá Teslu. AFP/Patrick Pleul

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur lokað skrifstofum sínum í borginni San Mateo í Kalíforníu í Bandaríkjunum og þar af leiðandi var um 200 starfsmönnum annars vegar sagt upp þaðan eða úthlutað starf í útibú þeirra í Buffalo í New York. 

Flest allt starfsfólkið var á tímakaupi og starfaði í gagnagreiningu á svokallaðari sjálfstýringu sem innbyggð er í þá bíla sem Tesla framleiðir, en sú stilling gengur út á það að bíllinn stýri sér sjálfur.

Þessi ákvörðun er ekki í samræmi við þá yfirlýsingu sem Elon Musk, forstóri Tesla, gaf frá sér í síðustu viku. Musk sagði að á næstu þremur mánuðum myndi starfsfólki í fullu starfi hjá Teslu fækka um 10%, en fjölgun yrði á hlutastarfsfólki hjá fyrirtækinu. Tesla á starfsfólk um allan heim, en um 100.000 manns voru í starfshópi fyrirtækisins í lok ársins 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert