Þýskir saksóknarar gerðu húsleit hjá Hyundai-Kia

Þýskir saksóknarar hafa framkvæmt húsleit í starfstöðum Suður-kóresku fyrirtækjasamsteypunar Hyundai-Kia …
Þýskir saksóknarar hafa framkvæmt húsleit í starfstöðum Suður-kóresku fyrirtækjasamsteypunar Hyundai-Kia og hjá birgjum vegna ætlaðra svika í tengslum við útblástur dísilvéla fyrirtækisins. AFP

Þýskir saksóknarar hafa framkvæmt húsleit í starfstöðum suðurkóresku fyrirtækjasamsteypunnar Hyundai-Kia og hjá birgjum vegna ætlaðra svika í tengslum við útblástur dísilvéla fyrirtækisins.

Bílasamsteypunni er gefið að sök að hafa selt yfir 210.000 bíla útbúnum dísilvélum sem létu farartækin virðast minna mengandi en þau voru í raun og veru.

Rannsakendur framkvæmdu húsleit víðsvegar í Þýskalandi og Lúxemborg að sögn Þýskra saksóknara. Húsleitirnar, í samvinnu við yfirvöld í Lúxemborg, miðuðu að því að afla samskipti, hugbúnað og undirbúnings gögn í tengslum við svikin.

Búnaðurinn sem gerði dísilvélunum þetta kleift komu frá tæknirisunum Bosch og Delphi, en húsleit var einnig gerð í starfsstöðum þeirra.

Hyundai-Kia og birgjar félagsins liggja nú undir grun um að hafa gerst brotlegir við lög og eru þeir sakaðir um fjársvik og loftmengun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert