Sá grunaði þóttist vera einn af hinum eftirlifandi

Frá vettvangi harmleiksins.
Frá vettvangi harmleiksins. AFP/JORDAN VONDERHAAR

Maður sem grunaður er um að hafa ekið vörubifreið sem tugir látinna farandverkamanna fundust inni í hefur verið ákærður fyrir smygl á fólki sem endaði með dauða.

BBC greinir frá.

Bifreiðin fannst við jaðar borgarinnar San Ant­onio í Texas í Banda­ríkj­un­um á þriðjudag.

Maðurinn heitir Homero Zamorano og fannst hann í runna í grennd vörubílsins. Hann þóttist vera einn af farandverkamönnunum en lögreglan tók hann höndum. 

53 létust í harmleiknum, mörg úr hjartaáföllum og ofþornun. Mikill hiti var daginn sem atvikið átti sér stað og var fólkið án vatns. 

Um er að ræða banvænasta fólkssmygl í sögu Bandaríkjanna.

Frá minningareit vegna harmleiksins.
Frá minningareit vegna harmleiksins. AFP

Dauðarefsing möguleiki

San Ant­onio er staðsett í um 250 kíló­metra fjar­lægð frá landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. Í gegn­um borg­ina fara smygl­ar­ar gjarnan með fólk. 

Samkvæmt háttsettum starfsmanni hjá útlendingastofnun Mexíkó reyndi Zamorano, sem er frá Texas, að láta það líta út sem svo að hann væri einn hinna eftirlifandi þegar lögregla kom að honum. 

Frá minningarathöfn í gær.
Frá minningarathöfn í gær. AFP

Þá hefur Christian Martinez einnig verið handtekinn vegna málsins og ákærður fyrir samsæri. Saksóknarar segjast hafa uppgövað samskipti þeirra á milli þegar þeir skoðuðu síma Zamoranos.

Mennirnir tveir gætu hlotið lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðadóm ef þeir verða dæmdir, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert