Assange áfrýjar ákvörðun breskra stjórnvalda

Julian Assange gæti átt allt að 175 ára fang­els­is­dóm yfir …
Julian Assange gæti átt allt að 175 ára fang­els­is­dóm yfir höfði sér í Bandaríkjunum. AFP

Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­leaks, hefur áfrýjað ákvörðun stjórnvalda Bretlands um að samþykkja framsalsbeiðni Bandaríkjanna yfir honum til hæstaréttar í Lundúnum.

Assange verður 51 árs á sunnudag og hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019. Fyrir það dvaldi hann í sendi­ráði Ekvador í Lundúnum í sjö ár.

Stella, eiginkona Assange, og stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan innanríkisráðuneyti Bretlands í dag. 

Stella Assange ræddi við blaðamenn í dag.
Stella Assange ræddi við blaðamenn í dag. AFP

„Við erum ekki að enda komin,“ sagði Stella við blaðamenn í dag en þau giftu sig fyrr á þessu ári. 

„Við ætlum að berjast. Við ætlum að nýta allar leiðir til þess að áfrýja.“

Assange er eft­ir­lýst­ur í Bandaríkjunum fyr­ir að hafa lekið trúnaðar­upp­lýs­ing­um Banda­ríkja­hers árin 2010 og 2011. Hann gæti átt allt að 175 ára fang­els­is­dóm yfir höfði sér vegna meintra brota gegn njósna­lög­gjöf lands­ins.

Mótmæli fyrir utan innanríkisráðuneyti Bretlands í dag.
Mótmæli fyrir utan innanríkisráðuneyti Bretlands í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert