Körfuboltakonan mætir fyrir rússneskum dómstól

Körfuboltakonan Brittney Griner kom fram fyrir dómi í dag.
Körfuboltakonan Brittney Griner kom fram fyrir dómi í dag. Ljósmynd/Reuters

Banda­ríska körfu­bolta­kon­an Britt­ney Grin­er kom fram fyrir dómstól í Rússlandi í dag en hún var handtekin á flug­vell­in­um í Moskvu fyrr á þessu ári fyr­ir að hafa í vörsl­um sín­um rafsíga­rettu með kanna­bis olíu. 

Grin­er er 31 árs og á að baki tvö gull­verðlaun á Ólymp­íu­leik­un­um með kvenna­landsliði Banda­ríkj­anna í körfu­bolta. Þá hefur hún orðið þrisvar sinnum meistari í WNBA deildinni og sjö sinnum All-Star meistari.

BBC greinir frá því að Grainer sást í handjárnum fyrir utan dómstól í bænum Khimki, rétt fyrir utan Moskvu. 

Ef Griner verður dæmd sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ár í fangelsi. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa mótmælt handtökunni og krafist þess að hún verði látin laus.

Grainer var handtekinn 17. febrúar, nokkrum dögum áður en að Rússar réðust inn í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi neita að handtakan tengist stríðinu. 

Þó að Grainer verði sýknuð fyrir dómi gæti ríkisstjórn Rússlands þó farið gegn dóminum og ákveðið að senda hana í fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert