Norðmenn senda 135 milljarða í neyðaraðstoð

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. AFP

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að um tíu milljarðar norskra króna yrðu sendir í neyðaraðstoð til Úkraínu á tveimur árum. Gerir það um 135 milljarða íslenskra króna. 

Støre er nú staddur í Kænugarði þar sem hann fundaði með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í forsetahöllinni. 

NRK greinir frá því að Selenskí hafi þakkað innilega fyrir aðstoðina og kallað Noreg sannan vin. 

„Upplýstu aðrar Evrópuþjóðir um það sem þú hefur séð hér,“ sagði Selenskí við Støre.

Aðstoð Norðmanna mun fara í mannúðaraðstoð, endurbyggingu innviða, vopnakaup og stuðning við starfsemi úkraínskra yfirvalda.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert