Úkraínski herinn sakar rússneska herinn að hafa notað efnavopn á Snákaeyju en Rússar tilkynntu í gær að þeir hefðu dregið herlið sitt tilbaka af eyjunni.
Um er að ræða sprengjur með fosfóri en ef frumefnið kemst í snertingu við húð getur það valdið alvarlegum brunasárum.
„Í dag um klukkan sex varpaði rússneski flugherinn tveimur fosfórsprengjum á Snákaeyju,“ sagði í yfirlýsingu úkraínska hersins.
Margir muna eftir Snákaeyju frá því að úkraínskir hermenn á eyjunni sögðu áhöfn á rússnesku herskipi að fara til fjandans í stað þess að gefast upp fyrir þeim.