Eyða staðsetningarsögu þeirra sem sækja þungunarrof

Breytingarnar munu taka gildi á næstu vikum.
Breytingarnar munu taka gildi á næstu vikum. AFP/Ben Stansall

Google tilkynnti í gær að staðsetningaupplýsingum þeirra sem sótt hefðu þjónustu á læknastofur sem bjóða upp á þungunarrof verði eytt úr gagnagrunnum fyrirtækisins. Það sama á við um heimsóknir í athvörf fyrir þolendur heimilisofbeldis og annarra staða „sem krefjast mikils trúnaðar“.

„Ef að kerfin okkar greina að einhver hafi heimsótt slíka staði eyðum við út upplýsingunum úr staðsetningasögu (e. Location History) skömmu eftir heimsóknina,“ skrifaði Jen Fizpatrick, aðstoðarforstjóri yfir kjarnastarfsemi og kerfum Google, um breytinguna á tækniblogg Google.  „Þessi breyting mun taka gildi á næstu vikum,“ skrifaði hún enn frekar. 

Aðrir staðir sem Google mun eyða staðsetningargögnum um eru til dæmis tæknifrjóvgunarþjónustur, staðir sem bjóða þjónustu vegna fíknar og staðir sem þjónusta fólk í yfirþyngd. 

Tilkynningin frá Google kemur í kjölfar úrskurðar hæstaréttar Bandaríkjanna um að réttur kvenna til þungunarrofs sé ekki varinn af stjórnarskrá landsins og fjölmörg ríki landsins hafa þegar bannað þungunarrof alfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka