Fimm fórust í skjálfta að stærðinni sex

Eyðileggingin er mikil eftir skjálftana.
Eyðileggingin er mikil eftir skjálftana. AFP

Röð öflugra jarðskjálfta reið yfir suðurhluta Írans í gær og létu að minnsta kosti fimm lífið, að sögn ríkisfjölmiðla. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga.

Jarðskjálftarnir, þar á meðal tveir af stærðinni 6, urðu vestur af helstu hafnarborginni Bandar Abbas í Hormozgan héraði, að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.

Sá fyrri varð á svæði norðan við bæinn Dezhgan skömmu eftir klukkan 2.00 að staðartíma.

Mehdi Doust, ríkisstjóri Hormozgan, sagði að mestu skemmdirnar hefðu átt sér stað í þorpinu Sayeh Khosh, skammt frá skjálftamiðjunni.

Ríkissjónvarpið sagði að 49 manns hefðu slasast og sýndi myndbandsupptökur af íbúðarhúsum í rústum.

Frá bænum Sayeh Khosh.
Frá bænum Sayeh Khosh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert