Fundu lík móður og þriggja barna í stöðuvatni

Vadnais-vatn, í Minnesota.
Vadnais-vatn, í Minnesota. Ljósmynd/McGhiever

Lík móður og þriggja barna hennar, tveggja drengja og einnar stúlku, fundust í stöðuvatni skammt frá Saint Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. The New York Times greinir frá. 

Lögregluyfirvöld segja að líklegt sé um að ræða morð og sjálfsvíg morðingjans og telja morðin tengjast útkalli að heimili manns, frá því í gærmorgun, á sömu slóðum sem hafði svipt sig lífi.

Ekki hefur verið greint opinberlega frá nöfnum þeirra látnu. 

Leit hafði staðið yfir af börnunum og móðurinni frá því að lík mannsins fannst vegna ótta um velferð þeirra vegna einhvers sem kom fram í símtalinu þar sem leiddi til útkallsins að heimili mannsins. 

Lögreglan á svæðinu hefur neitað að svara fjölmiðlum um hvað í símtalinu leiddi til þess að leit hófst að börnunum og móður þeirra. Sími móðurinnar var rakinn að vatninu og þegar lögregluþjónum bar að garði fundu þeir bíl hennar og barnaskó.

Við það hófst allsherjarleit í og við vatnið. Um klukkan 19.30 í gærkvöldi, á staðartíma, fannst lík fyrsta barnsins. Fram kemur að endurlífgunartilraunir voru gerðar á barninu en það úrskurðað látið á vettvangi. Lík annars barns fannst skömmu eftir miðnætti í nótt. Aðgerðir héldu áfram til klukkan þrjú í nótt. 

Áfram var haldið með leitina við sólarupprás í morgun. Fannst lík móðurinnar klukkan 10.40 og tuttugu mínútum síðar, lík þriðja barnsins. 

Þá kemur einnig fram í umfjöllum The New York Times að öll líkin verði krufin til að skera úr um dauðaorsök þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert